Fjársjóður fannst í sokknu skipi á botni Atlantshafs

Starfsmenn Odyssey skoða gull- og silfurmyntina sem fannst í skipsflakinu.
Starfsmenn Odyssey skoða gull- og silfurmyntina sem fannst í skipsflakinu. AP

Bandaríska björgunarfyrirtækið Odyssey Marine Exploration datt í lukkupottinn þegar starfsmenn þess fundu 17 tonn af gull- og silfurpeningum í skipsflaki á botni Atlantshafs. Verðmæti fjársjóðsins er talið vera um hálfur milljarður dala, jafnvirði nærri 32 milljarða króna.

Flugvél á vegum fyrirtækisins kom nýlega til Bandaríkjanna með hundruð plastkassa fulla af gull- og silfurpeningum, sem fundust í flaki á ótilgreindum stað. Talið er að um 400 ár séu liðin frá því skipið, þar sem fjársjóðurinn fannst, sökk. Í flakinu voru um hálf milljón peninga og er hver þeirra metinn á um 1000 dali.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert