Blair: Raunveruleg merki um framfarir og breytingar í Írak

IBlair og Jalal Talabani, forseti Íraks á blaðamannafundi fyrr í …
IBlair og Jalal Talabani, forseti Íraks á blaðamannafundi fyrr í dag. CEERWAN AZIZ

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði blaðamönnum í dag eftir fund sinn með Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, að greinileg merki um framfarir og breytingar mætti sjá í Írak. Hann er nú í síðustu heimsókn sinni til Íraks sem forsætisráðherra, en hann lætur af embætti þann 27. júní nk.

Blair minntist ekki sérstaklega á sprengjuárás sem gerð var á Græna svæðinu svokallaða, stjórnsýslusvæði landsins, fyrr í dag, en viðurkenndi að öryggismál væru afar erfið í landinu.

„Lausnin er sú að við gefumst ekki upp fyrir þeim. Tilgangur árásanna, sjálfsvígssprenginganna og sprengjuvörpuárásanna er að ekkert annað komist að í fréttum og að ekkert verði fjallað um þær framfarir sem hér eiga sér stað.”

„Vissulega er staða öryggismála enn afar erfið, en á hinn bóginn má sjá raunveruleg merki um breytingar og framfarir líka.”

Blair hélt svo frá Bagdad að loknum fundinum til borgarinnar Basra þar sem hann mun hitta breska hermenn sem þar eru staðsettir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka