Carter gagnrýnir stuðning Blairs við Íraksstríðið

Jimmy Carter.
Jimmy Carter. Reuters

Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkjaforseti, sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í dag, að stuðningur Bretlands við stríðið í Írak væri mikill harmleikur. Þá gagnrýndi hann Tony Blair, forsætisráðherra, harðlega fyrir að veita George W. Bush, núverandi Bandaríkjaforseta, óbilandi stuðning.

Þegar Carter var spurður hvernig hann mæti stuðning Blairs við Bush svaraði hann: „Viðbjóðslegur. Tryggur. Blindur. Að því er virðist undirgefinn.

Og ég held að hinn nánast ófrávíkjanlegi stuðningur Breta við hina óviturlegu stefnu Bush forseta í Írak hafi verið mikill harmleikur fyrir heiminn."

Carter sagði að stuðningur Breta við Íraksstefnu Bush hefði gert gagnrýnendum Íraksstríðsins erfitt fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka