Danir vilja lögleiða póker

Póker er orðinn afar vinsæll um allan heim, hér má …
Póker er orðinn afar vinsæll um allan heim, hér má sjá leikkonuna Shannon Elizabeth við pókerborðið. AP

Póker er orðinn að svo vin­sælli íþrótt í Dan­mörku að meiri­hluti danska þings­ins vill af­nema lög sem banna fjár­hættu­spilið. Um leið streyma dansk­ir spilafíkl­ar í meðferð. Dóms­málaráðherr­ann Lene Es­per­sen vill skipa nefnd sem und­ir­búa á laga­breyt­ing­una og seg­ir að ekki sé sér­stak­lega hættu­legt að pókermót. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Berl­ingske Tidende.

„Það er ekki hættu­legt að spila póker á mót­um. Þetta eru venju­leg­ir heim­il­is­feður sem hitt­ast og spila, þetta gera þeir um allt landið og spila um 300 – 400 krón­ur (um.þ.b. 3500 – 4500 ís­lensk­ar krón­ur). Þetta er bannað, hins veg­ar má spila um fé þegar um er að ræða bingó, brids og vist. Þessu vil ég breyta”, seg­ir Es­per­sen.

Gríðarleg­ur áhugi hef­ur skap­ast á póker um all­an heim und­an­far­in ár og er áætlað að um.þ.b. 300.000 Dan­ir spili reglu­lega póker á einn eða ann­an hátt. Spila­mennsk­an fer þó ekki síst fram á net­inu, þar sem ekki er fylgst með því hvort pen­ing­ar séu í spil­inu .

Sál­fræðing­ur­inn Michael Bay Jør­sel, sem starfar hjá stofn­un­inni „Center for Ludom­ani”, sem sér­hæf­ir sig í rann­sókn­um á spilafíkn, er ekki sam­mála Es­per­sen. „Póker er eitraður því hann er leik­inn mjög hratt og er í stuttu máli mikið hættu­spil. Vissu­lega tap­ar fólk kannski 300-400 krón­um, en það er líka hægt að vinna 10.000 krón­ur, og þá kem­ur græðgin upp í fólki og lík­urn­ar aukast á að það fari annað þar sem spilað er um hærri upp­hæðir”.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert