Kínverjar hafa staðfest að fuglaflensa af gerðinni H5N1 hafi komið upp í kjúklingum í héraðinu Hunan í miðhluta landsins. Rúmlega 11.000 hæsn munu hafa drepist úr flensunni í þorpinu Shijiping nærri borginni Yiyang. Veiran mun þó ekki hafa borist í menn.
53.000 fuglum hefur verið fargað og segjast yfirvöld hafa náð stjórn á útbreiðslu veirunnar.