Fuglaflensa í miðhluta Kína

Kín­verj­ar hafa staðfest að fuglaflensa af gerðinni H5N1 hafi komið upp í kjúk­ling­um í héraðinu Hun­an í miðhluta lands­ins. Rúm­lega 11.000 hæsn munu hafa drep­ist úr flens­unni í þorp­inu Shijip­ing nærri borg­inni Yiyang. Veir­an mun þó ekki hafa borist í menn.

53.000 fugl­um hef­ur verið fargað og segj­ast yf­ir­völd hafa náð stjórn á út­breiðslu veirunn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert