Sprengt á Græna svæðinu í Bagdad

Nouri al-Maliki og Blair heilsast á flugvellinum í Bagdad
Nouri al-Maliki og Blair heilsast á flugvellinum í Bagdad AP

Þrjár sprengingar urðu á hinu aflokaða stjórnsýslusvæði, „Græna svæðinu” í Bagdad í morgun, einn særðist. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, er staddur í Bagdad, en talsmaður Blair segir ekkert benda til þess að árásinni hafi verið beint sérstaklega gegn honum.

Sprengingarnar, sem talið er mögulegt að hafi árásir gerðar með litlum eldflaugum, urðu um klukkan hálftólf að íröskum tíma, skömmu eftir að Blair kom til fundar við íraska forsætisráðherrann Nouri al-Maliki og forsetann Jalal Talabani.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert