37 látnir í bardögum í Líbanon

Í það minnsta 37 hafa látist í átökum líbanska hersins við öfgasveitir tengdar hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda í norðurhluta Líbanons í dag. Eru þetta blóðugustu átök af þessu tagi, sem orðið hafa frá árinu 2000. 22 líbanskir hermenn eru sagðir hafa látist, fjórtán úr röðum öfgamanna og einn óbreyttur borgari.

Bardagarnir brutust út á götum hafnarborgarinnar Tripoli og í flóttamannabúðum Palestínumanna í Nahr al-Bared. Yfirvöld segjast hafa náð stjórn á ástandinu í Trípolí, en skothvellir hljóma þar enn, líbanskir hermenn hafa setið um byggingu í borginni þar sem öfgamenn höfðu komið sér fyrir í kjölfar bardaga við herinn.

Bardagar hafa staðið í Trípolí í allan dag
Bardagar hafa staðið í Trípolí í allan dag Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert