Ísraelski herinn fær fyrirmæli um að herða aðgerðir á Gasa

Ísraelskir slökkviliðsmenn slökkva eld á hveitiakri eftir eldflaugarárás nærri bænum …
Ísraelskir slökkviliðsmenn slökkva eld á hveitiakri eftir eldflaugarárás nærri bænum Sderot við landamærin að Gasa Reuters

Öryggisráðuneyti Ísraels samþykkti í dag að aðgerðir yrðu hertar gegn herskáum Palestínumönnum sem haldið hafa uppi eldflaugaárásum á Ísrael frá Gasa-svæðinu. Ráðuneytið gaf þó ekki leyfi fyrir innrás landhers á svæðið.

Ísraelski herinn hef fengið skilaboð um að „herða aðgerðir í þeim tilgangi að draga úr eldflaugaárásum og eyðileggja innviði þeirra hryðjuverkahópa sem ábyrgð bera á árásunum.” Aðgerðunum mun beint gegn herskáum Hamas-liðum og meðlumum Íslömsku Jihad samtökunum, sem talin eru bera ábyrgð á árásunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert