Spánverjar fullir grunsemda vegna fjársjóðsskips

Spánverjar segjast fullir grunsemda um að gull sem fyrirtækið Odyssey Marine Exploration hefur tilkynnt að fundist hafi í flaki skips undan ströndum Englands, sé í raun gull úr skipi sem liggur við Gíbraltar á spænsku hafsvæði. Kannað verður hvort hægt sé að kæra fyrirtækið fyrir þjófnað á spænskum menningarverðmætum ef þetta reynist rétt.

Spánverjar veittu fyrirtækinu könnunarleyfi í janúar til að leita að skipinu HMS Sussex, sem sökk við Gíbraltar árið 1694, könnunarleyfið veitti fyrirtækinu þó engan rétt á að aðhafast nokkuð í flakinu.

Odyssey Marine Exploration tilkynnti svo í síðustu viku að skipsflak hefði fundist á hafsbotni við strendur Englands með 500.000 gull og silfurpeningum innanborðs, sem metnir eru á um 1.000 Bandaríkjadali hver, eða um 63.000 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert