Haniyeh segir Hamas stefna á sigur eða píslarvætti

Khalil al Hayya, þingmaður Hamas samtakanna, fylgir sjö ættingjum sínum …
Khalil al Hayya, þingmaður Hamas samtakanna, fylgir sjö ættingjum sínum til grafar á Gasasvæðinu í dag. Reuters

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra þjóðstjórnar Palestínumanna og liðsmaður Hamas samtakanna, hét því við útför ættingja þingmanns samtakanna í dag að samtökin muni halda áfram baráttu sinni gegn Ísraelum. „Við munum halda áfram á sömu braut uns við náum öðru af tveimur takmörkum okkar, sigri eða píslarvætti,” sagði hann, en fólkið lést í loftárás Ísraelshers á Gasasvæðið í gær. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Þá hét Abu Ahmed, talsmaður palestínsku Jihad-samtakanna í dag að leiðtogar Ísraela muni gjalda árása hersins á undanförnum dögum en fimm liðsmenn samtakanna hafa fallið í loftárásum Ísraelshers þar sem þeir voru að skjóta flugskeytum frá á Gasasvæðinu yfir til Ísraels í dag. „Árásir síonista munu ekki stöðva flugskeytaárásir áborgir síonista sagði hann. Leiðtogar hins síoníska óvinar munu gjalda fyrir þær.

Níu manns létu lífið í loftárásum Ísraelshers á Gasasvæðið í gær, þar af sjö í árás sem gerð var á heimili Khalil al Hayya, þingmanns Hamas samtakanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert