Hnúfubakarnir á leið til sjávar

Mikill mannfjöldi hefur fylgst með hvölunum tveimur synda í Sacramentoá.
Mikill mannfjöldi hefur fylgst með hvölunum tveimur synda í Sacramentoá. Reuters

Tveir hnúfubakar, sem syntu nærri 150 km upp Sacramentoá í Kalíforníu í síðustu viku, eru nú á leið til sjávar á ný. Hvalirnir, kýr með kálf, syntu rúma 30 km niður ána í gær og fylgdi bandaríska strandgæslan þeim í bátum. Þegar myrkur skall á hættu strandgæslumennirnir siglingunni af ótta við að lenda á hvölunum en þeir eru báðir með sár eftir skipsskrúfur.

Reynt var um helgina að lokka hvalina, sem nefndir hafa verið Delta og Dawn, til sjávar með því að leika hvalahljóð af segulbandi en það tókst ekki. Þeir héldu hins vegar af stað síðdegis í gær þegar skip strandgæslunnar voru ræst. Líffræðingar segjast ætla að reyna að nota hvalahljóðin til að fá hvalina til að halda réttri stefnu. Sú aðferð dugði þegar hnúfubakurinn Humphrey synti upp Sacramentoá árið 1985 og var í ánni í nærri mánuð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert