Hvíta Húsið: Carter skiptir ekki lengur máli

Jimmy Carter, fyrrum forseti Bandaríkjanna
Jimmy Carter, fyrrum forseti Bandaríkjanna Reuters

Tony Fratto, talsmaður Hvíta hússins í Washington segir nýlega gagnrýni Jimmy Carter, fyrrum forseta Bandsríkjanna, á George W. Bush Bandaríkjaforseta einungis staðfestingu þess hversu mjög hafi dregið úr trúverðugleika og mikilvægi Carters. „Ég held að hann sé að sýna það svart á hvítu með slíkum athugasemdum að hann skiptir æ minna máli,” sagði Fratto.

Carter sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC á laugardag, að stuðningur Bretlands við stríðið í Írak væri mikill harmleikur. Þá gagnrýndi hann Tony Blair, forsætisráðherra, harðlega fyrir að veita George W. Bush óbilandi stuðning. Þegar Carter var spurður hvernig hann mæti stuðning Blairs við Bush svaraði hann: „Viðbjóðslegur. Tryggur. Blindur. Að því er virðist undirgefinn.Ég held að hinn nánast ófrávíkjanlegi stuðningur Breta við hina óviturlegu stefnu Bush forseta í Írak hafi verið mikill harmleikur fyrir heiminn."

Carter sagði að stuðningur Breta við Íraksstefnu Bush hefði gert gagnrýnendum Íraksstríðsins erfitt fyrir og að áhrif núverandi Bandaríkjastjórnar á heimsmálin væru þau verstu í sögunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert