Illir andar reknir á braut

AP

Kambódía er landbúnaðarland og um 80% íbúa þar hafa lifibrauð af landbúnaði. Góð uppskera er lífsnauðsynleg og til þess þarf að rigna duglega öðru hvoru. Kambódíumenn halda ýmsum ævagömlum siðum sem tengjast sáðtímanum, þar á meðal að reka illa anda á brott svo hin góðu öfl geti komið og látið rigna. Þessi mynd var tekin í Kandalhéraði í morgun af slíkri athöfn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert