Talabani í Bandaríkjunum næstu þrjár vikur

Jalal Talabani, forseti Íraks.
Jalal Talabani, forseti Íraks. Reuters

Íraski forsetinn Jalal Talabani er í Minnesota í Bandaríkjunum þar sem hann verður næstu þrjár vikur, forsetinn segist þar munu reyna að hvílast, slaka á og grennast, en talsmenn hans hafa neitað því að hann muni gangast undir læknismeðferðir, þrátt fyrir að fregnir hermi annað.

Talabani, sem er 73 ára, var fluttur mevitundarlaus á sjúkrahús í Amman í Jórdaníu í febrúar eftir að það leið yfir hann í þorpinu Salaimaniyah, hann greindist þa með ofþreytu og ofþornun sem orsökuðust af lungnasýkingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert