Uppreisnarmenn í Kongó hóta að drepa sjaldgæfar górillur

Fjallagórilla í Kongó.
Fjallagórilla í Kongó. Reuters

Hóp­ur vopnaðra manna í Kongó, sem enn halda uppi bar­áttu eft­ir blóðugt borg­ara­stríð í land­inu 1998-2002, réðust á eft­ir­lits­stöðvar á nátt­úru­vernd­ar­svæði í aust­ur­hluta lands­ins og hótaði að drepa hóp af sjald­gæf­um gór­ill­um ef ör­ygg­is­sveit­ir gerðu gagnárás, að því er nátt­úru­vernd­arsinn­ar greindu frá í dag.

Einn þjóðgarðsvörður féll í árás upp­reisn­ar­mann­anna á þrjár eft­ir­lits­stöðvar í garðinum í fyrra­dag. Þrír verðir særðust í árás­inni. Upp­reisn­ar­menn á svæðinu drápu fjallagór­ill­ur þar í janú­ar, en þær eru í út­rým­ing­ar­hættu, og í fyrra drápu þeir hundruð flóðhesta með vél­byssu­skot­hríð.

Um er að ræða hóp um 200 vopnaðra manna er kall­ast Mayi-Mayi. Þeir börðust með stjórn­ar­hern­um í borg­ara­stríðinu, en hafa ekki viljað ganga í her­sveit­ir stjórn­ar­inn­ar síðan stríðinu lauk. Þúsund­ir friðargæsluliða SÞ eru einni í land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka