Nýjar rannsóknir sem gerðar hafa verið í Kanada benda til þess að kvenhormónar, úr getnaðarvarnarpillum, sem berast út í umhverfið með frárennslisvatni geti ógnað fisktegundum í ferskvatni. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar veldur lítið magn tilbúinna kvenhormóna því að karlkynsfiskar fá kvenlega eiginleika sem draga mjög úr frjósemi þeirra.
Samkvæmt niðurstöðunum draga kvenhormón í vatni mjög úr svilamyndum karlkynsfiska auk þess sem sumir þeirra fara að framleiða egg í kynfærum sínum. Sama þróun virðist eiga sér stað bæði í litlum og stórum fiskum.
Rannsóknin var framkvæmd af kanadísku samtökunum Fisheries and Oceans Canada og bandarísku umhverfisverndarsamtökunum US Environmental Protection Agency. Hún stóð yfir í sjö ár og fór þannig fram að litlu magni af tilbúnu estrógeni var bætt í tilbúið stöðuvatn.