Hvíta húsið varar Sýrlendinga við að nýta sér átökin í Líbanon

Palestínsk börn í Beddawi flóttamannabúðunum í norðurhluta Líbanons mótmæla aðgerðum …
Palestínsk börn í Beddawi flóttamannabúðunum í norðurhluta Líbanons mótmæla aðgerðum líbanska stjórnarhersins í Nahr alBared. Reuters

Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins í Washington, lýsti í dag yfir stuðningi Bandaríkjastjórnar við aðgerðir líbansks stjórnarhersins gegn liðsmönnum Fatah al-Islam samtakanna og varaði Sýrlendinga við því að nýta sér átökin í Líbanon til að reyna að koma í veg fyrir alþjóðleg réttarhöld vegna morðsins á Rafiq Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons.

„Bandaríkin ítreka stuðning sinn við (Fuad) Siniora og löglega og lýðræðislega kjörna stjórn Líbanons á tímum þegar hún stendur frammi fyrir ógn hryðjuverka og pólitískra ofbeldisverka,” sagði hann. „Við munum ekki líða tilraunir Sýrlendinga, hryðjuverkamanna eða annarra til að tefja eða koma í veg fyrir að Líbanon standi fast á sjálfstæði sínu og leiti réttlætis í máli Hariris,” sagði hann en bætti því við að Bandaríkjastjórn vissi ekki hvort Sýrlendingar tengdust upptökum átakanna með nokkrum hætti.

„Við teljum að þeir sem standa á bak við átökin hafi tvö markmið annars vegar að grafa undan öryggi Líbanons og hinsvegar að beina athygli alþjóðasamfélagsins frá tilraunum til að koma á fót alþjóðlegum dómstól vegna Líbanons.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert