Olíusjóður Norðmanna vex hratt

Olíuborpallur Statoil á Hvítabjörns-svæðinu í Norðursjó.
Olíuborpallur Statoil á Hvítabjörns-svæðinu í Norðursjó. mbl.is/statoil

Olíusjóður Norðmanna óx um 5,2% á fyrsta ársfjórðungi ársins og eru eignir hans nú metnar á 1.876 milljarða norskra króna, eða sem svarar um 19.570 milljörðum íslenskra króna. Sjóðurinn fjárfestir fyrir hagnað af olíusölu Norðmanna og er honum ætlað að standa straum af lífeyrisskuldbindingum landsins.

Sjóðurinn skilaði á tímabilinu 1,5% hagnaði af fjárfestingum, 2,6% hagnaði af hlutabréfaeign sinni og 0,7% hagnaði af skuldabréfum. Því til viðbótar fékk sjóðurinn 93,4 milljarða norska frá stjórnvöldum vegna olíusölu.

Eignir sjóðsins nema nú um 4,2 milljónum íslenskra króna á hvern íbúa landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka