Tuttugu og fjórir létust í bílsprengju í Bagdad

Sítar mótmæla í Bagdad eftir föstudagsbænir í mars síðastliðnum. Flestir …
Sítar mótmæla í Bagdad eftir föstudagsbænir í mars síðastliðnum. Flestir þeirra sem létust í spengingunni í morgun voru Sítar. Reuters

Tala látinna í bílsprengju sem sprakk í morgun við útimarkað í hverfi Síja í suðvestur Bagdad er komin í tuttugu og fjóra og ljóst að fleiri tugir særðust. Breska ríkisútvarpið hefur eftir lögregluyfirvöldum í Bagdad að margir hinna látnu og særðu eru konur og börn. Þetta er ein margra sprenginga á útimörkuðum sem Súnníar eru grunaðir um að eiga aðild að undanfarna mánuði í borginni, þrátt fyrir að bandarísk og írösk yfirvöld hafi haldið úti strangara öryggiseftirliti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert