Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir að Íranar haldi áfram að hundsa Iran kröfu Sameinuðu þjóðanna um að landið hætti að auðga úran. Þvert á móti hafi sú starfsemi verið aukin. Þessi niðurstaða Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar gæti leitt til þess að gripið verði til herta refsiaðgerða gegn Íran á vegum SÞ.
Þá segir Mohamed ElBaradei, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, að stofnunin fái nú takmarkaðar upplýsingar um starfsemi Írana og eigi því erfitt með að leggja mat á stöðu þeirra mála.