Arababandalagið fordæmdi í dag Fatah al-Islam samtökin sem barist hafa við líbanska herinn í vikunni, og kallaði þau hryðjuverkasamtök. Segir í yfirlýsingu frá bandalaginu að Fatah al-Islam tengist ekki á nokkurn hátt málefnum Palestínu eða Íslam og að bandalagið styðji aðgerðir líbanska hersins heilshugar.
Javier Solana, sem fer með utanríkismál Evrópusambandsins, sagðist fagna yfirlýsingu bandalagsins og ítrekaði einnig stuðning ESB við líbönsku stjórnina.