Háttsettur bandarískur embættismaður segir, að Osama bin Laden, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, hafi árið 2005 falið Abu Musab Al-Zarqawi, þáverandi leiðtoga al-Qaeda í Írak að skipuleggja hryðjuverkaárásir á Bandaríkin. Al-Zarqawi lét lífið í loftárásás Bandaríkjamanna á síðasta árin.
Frances Townsend, ráðgjafi Georges W. Bush, Bandaríkjaforseta í heimavarnarmálum, upplýsti þetta í gærkvöldi og sagði að upplýsingar á borð við þetta skýrðu þá stefnu Bandaríkjastjórnar, að hernaðaraðgerðir í Írak miðuðu að því að koma í veg fyrir að Írak yrði griðastaður fyrir al-Qaeda.
Upplýsingar um samskipti bin Ladens og al-Zarqawis voru í skjölum, sem leynd var létt af í gær. Þar kemur fram að leyniþjónustumenn telji að í janúar 2005 hafi bin Laden falið al-Zarqawi að mynda hóp til að skipuleggja árásir utan Íraks og að Bandaríkin ættu að vera aðalskotmarkið. Al-Zarqawi er sagður hafa tekið þessu vel og þegar komið með tillögur. Síðar þetta vor skipaði bin Laden Hamza Rabia, aðgerðastjóra al-Qaeda, að fara til Íraks og skýra al-Zarqawi frá áformum um hryðjuverkaárásir, þar á meðal á Bandaríkin. Rabia lét lífið í Pakistan í desember 2005.