Danskir fjölmiðlar hafa í dag eftir múslimaklerknum Abdul Wahid Pedersen, að múslimakarlar megi eiga allt að fjórar eiginkonur. Hins vegar megi konur aðeins eiga einn eiginmann.
„Komi einhver til mín og ég skynja að hann er að tala um eiginkonu númer tvö, þá myndi ég í flestum tilfellum hafna því. En ef fyrsta eiginkonan segir að það sé henni að meinalausu og hún geti ekki eignast börn eða einhver önnur ástæða sé fyrir hendi væri það í lagi," er haft eftir klerknum.
Hann segir að ef múslimi vill taka sér aðra konu þá sé það samsvarandi því að danskur karlmaður taki sér ástkonu.