Flugu umhverfis jörðina í þyrlu

Bodil og Murray eftir að þau voru lent í dag.
Bodil og Murray eftir að þau voru lent í dag. Reuters

Tveir þyrluflugmenn lentu þyrlu sinni í Fort Worth í Texas í dag eftir að hafa orðið fyrstir manna til að fljúga umhverfis hnöttinn yfir báða pólana í þyrlu. Ferðin tók rúma fimm mánuði og var yfir 32.000 sjómílur. Farið var um 26 lönd og 101 sinni lent til að taka eldsneyti.

Það voru þau Jennifer Murray og Colin Bodill sem unnu þetta afrek, og fararskjótinn var eldrauð Bell 407 þyrla.

Þau gerðu tilraun til að fara þessa ferð fyrir fjórum árum, en brotlentu þá á Suðurskautslandinu og slösuðust bæði alvarlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert