Pakistanskir friðargæsluliðar í Lýðveldinu Kongó gerðust sekir um að selja hópum kongóskra vígamanna vopn fyrir gull, þá var reynt að koma í veg fyrir rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna, m.a. með hótunum. Þetta kemur fram á vefsíðu BBC. Þá er talið að skýrsla um glæpi friðargæsluliðanna hafi verið stungið undir stól til að komast hjá ,,pólitísku moldviðri”.
Atburðirnir áttu sér stað á árunum 2005 og 2006 í námubænum Mongbwalu í norðausturhluta Lýðveldisins, friðargæsluliðarnir höfðu það hlutverk að stilla til friðar á svæðinu þar sem áður höfðu geysað blóðugar ættbálkaerjur.
Friðargæsluliðunum var vel tekið, en sumir sumir hermenn munu hafa freistast, og hafið vopnaviðskipti við heimamenn. Vitni segja að í sumum tilvikum hafi vopnum verið skipt fyrir gullið og að hópar sem höfðu verið afvopnaðir hafi skyndilega verið vopnaðir á ný. Munu sumir þessara hópa hafa gerst sekir um gróf mannréttindabrot meðan borgarastyrjöld geysaði í landinu.