Kínverskar eftirlíkingar

Í Kína hafa menn fram­leitt ólög­leg­ar eft­ir­lík­ing­ar af marg­vís­leg­um vest­ræn­um varn­ingi allt frá ilm­vötn­um til Hollywood-kvik­mynda og merkja­vöru í fatnaði og hús­gögn­um. Nú hef­ur ein teg­und eft­ir­lík­inga bæst í hóp­in. Upp­boðshúsið Sout­heby’s hef­ur hafið mál­sókn gegn röð slíkra húsa í Hong Kong sem bjóða upp und­ir svipuðu vörumerki og kall­ast Su Fu Bi.

Su Fu Bi not­ar sömu kín­versku tákn í merki sínu og Sout­heby’s not­ar í sín­um viðskipt­um í þess­um heims­hluta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert