Í Kína hafa menn framleitt ólöglegar eftirlíkingar af margvíslegum vestrænum varningi allt frá ilmvötnum til Hollywood-kvikmynda og merkjavöru í fatnaði og húsgögnum. Nú hefur ein tegund eftirlíkinga bæst í hópin. Uppboðshúsið Southeby’s hefur hafið málsókn gegn röð slíkra húsa í Hong Kong sem bjóða upp undir svipuðu vörumerki og kallast Su Fu Bi.
Su Fu Bi notar sömu kínversku tákn í merki sínu og Southeby’s notar í sínum viðskiptum í þessum heimshluta.