38 létust í námuslysinu í Síberíu

Tala þeirra sem létust í námuslysinu í Síberíu í morgun er komin í 38 og er nú vitað um afdrif allra þeirra 217 sem í námunni voru þegar gassprenging varð þar í morgun. Fyrirtækið sem rekur námuna á einnig námuna í Uljanovskaja þar sem fjöldi manna lést í námuslysi í mars.

Náman er er nálægt borginni Novokuznetsk og er í eigu fyrirtækisins Juzhkuzbassugol, sem á um 20 námur á svæðinu. Fyrirtækið er í 50% eigu námufyrirtækisins Evraz Group en rússneski auðkýfingurinn Roman Abromóvítsj á 41% hlut í því félagi.

Fyrirtækið Yuzhkuzbassugo sem rekur námuna og 20 aðrar á sömu slóðum var harðlega gagnrýnt af eftirlitsmönnum eftir námuslysið í Uljanovskaja fyrir í mars sl. en þar létu 110 manns lífið. Sú náma er einnig í eigu Juzhkuzbassugol.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert