Ætlaði með 700 snáka um borð í flugvél

Samuel L. Jackson heldur hér á kyrkislöngu við frumsýningu Snakes …
Samuel L. Jackson heldur hér á kyrkislöngu við frumsýningu Snakes on a Plane á dögunum, sú mynd sýnir hvers vegna ekki skal ferðast með snáka og slöngur í flugvélum Reuters

Tollverðir á alþjóðaflugvellinum í Kaíró handtóku í dag mann sem hafði gert tilraun til að smygla 700 lifandi snákum um borð í flugvél á leið til Sádí-Arabíu. Maðurinn var beðinn um að opna handfarangurstösku sína, en hann bað þá verðina að koma ekki of nálægt þar sem taskan væri full af hættulegum snákum.

Snákana hafði maðurinn falið í farangri sínum og handfarangri og voru þeirra á meðal tvær eitraðar gleraugnaslöngur. Að sögn mannsins var ætlunin að selja snákana í Sádí Arabíu, en slík dýr munu vera vinsæl sem gæludýr, til að hafa til sýnis í búðagluggum og til rannsókna.

Ekki er ljóst hvers virði smyglgóssið var en það var allt gert upptækt og maðurinn kærður þar sem hann skapaði hættu auk þess sem það er ólöglegt að flytja dýrin eftirlitslaust milli landa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert