Ísraelsmenn handtóku yfir 30 háttsetta Hamas-liða

Ísraelskir hermenn á Gasasvæðinu.
Ísraelskir hermenn á Gasasvæðinu. Reuters

Ísra­els­her hand­tók yfir 30 hátt­setta Ham­as-liða, þar á meðal Nass­er al-Shaer, mennta­málaráðherra heima­stjórn­ar Palestínu­manna, í aðgerðum á Vest­ur­bakk­an­um í nótt. Tveir aðrir þing­menn og þrír borg­ar­stjór­ar eru meðal hinna hand­teknu. Ísra­els­her seg­ir, að aðgerðirn­ar og hand­tök­urn­ar hafi verið vegna þess að emb­ætt­is­menn­irn­ir studdu eld­flauga­skot Palestínu­manna á Ísra­el.

Breska rík­is­út­varpið BBC hef­ur eft­ir eig­in­konu al-Shaers, að her­menn hafi barið að dyr­um í nótt og farið á brott með mann henn­ar. Þeir hafi sagt henni að þeir væru að hlýða skip­un­um. Þeir lögðu einnig hald á tölvu ráðherr­ans.

Al-Shaer, sem var aðstoðarfor­sæt­is­ráðherra í fyrri heima­stjórn Ham­as, var einnig hand­tek­inn í ág­úst á síðasta ári en lát­inn laus mánuði síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert