Ísraelsmenn handtóku yfir 30 háttsetta Hamas-liða

Ísraelskir hermenn á Gasasvæðinu.
Ísraelskir hermenn á Gasasvæðinu. Reuters

Ísraelsher handtók yfir 30 háttsetta Hamas-liða, þar á meðal Nasser al-Shaer, menntamálaráðherra heimastjórnar Palestínumanna, í aðgerðum á Vesturbakkanum í nótt. Tveir aðrir þingmenn og þrír borgarstjórar eru meðal hinna handteknu. Ísraelsher segir, að aðgerðirnar og handtökurnar hafi verið vegna þess að embættismennirnir studdu eldflaugaskot Palestínumanna á Ísrael.

Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir eiginkonu al-Shaers, að hermenn hafi barið að dyrum í nótt og farið á brott með mann hennar. Þeir hafi sagt henni að þeir væru að hlýða skipunum. Þeir lögðu einnig hald á tölvu ráðherrans.

Al-Shaer, sem var aðstoðarforsætisráðherra í fyrri heimastjórn Hamas, var einnig handtekinn í ágúst á síðasta ári en látinn laus mánuði síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka