Hefðbundin evrópsk gildi á borð við umburðarlyndi og gestrisni eru á undanhaldi og í staðin ber hættulega mikið á andúð í garð útlendinga, sagði formaður evrópskra mannréttindasamtaka á blaðamannafundi í París í dag. Nú sé megináhersla lögð á öryggi, og svo virðist sem öllu öðru verði þá að fórna.
Eva Smith-Asmussen, forseti Nefndar Evrópuráðsins gegn kynþáttahatri og óvægni (ECRI), sagði: „Við erum farin að útiloka fólk frá samfélaginu, og það er dapurleg þróun.“ Ársskýrsla ECRI 2006 var birt í dag.
Innflytjendur, flóttafólk og hælisleitendur verða mest fyrir barðinu á aukinni andúð, sem ECRI segir mikið áhyggjuefni. Ýmsir fjölmiðlar ali á neikvæðu viðhorfi til útlendinga, og einnig ýti „orðræða kynþáttahaturs og útlendingaótta,“ sem birtist í pólitískri umræðu, undir það.
Smith-Asmussen sagði að aukið misrétti hafi komið í ljós í öllum Evrópulöndum, jafnvel þeim sem verið hafi mjög opin, eins og til dæmis Hollandi.