Mikill bruni í olíuhreinsunarstöð skammt frá Bergen í Noregi

Mikil sprenging varð um klukkan átta í morgun í olíutanki við olíuhreinsunarstöð við Mongstad sem er ekki langt frá Bergen í Noregi.Fleiri smásprengingar fylgdu í kjölfarið. Eldsúlur standa um 50-60 metra upp í loft og gríðarlegan reykjarmökk leggur yfir svæðið. Engin hefur látist í eldsvoðanum en um 10 manns hafa verið meðhöndlaðir vegna reykeitrunar.

Ekki er ljóst hvaða efni brenna en íbúar í nágrenninu hafa miklar áhyggjur af því. Mikill fjöldi slökkviliðsmanna er á staðnum og fer slökkvistarf fram af sjó og úr lofti.

Olíuhreinsunarstöðin er á vegum Statoil olíufyrirtækisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka