Skaut nágrannann til bana fyrir að ganga á grasinu

Karlmaður á sjötugsaldri í Clermont í Ohio í Bandaríkjunum hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að skjóta fimmtán ára nágranna sinn til bana. Charles Martin segir að pilturinn hafi gengið yfir lóð sína til að stytta sér leið til vinar síns, þrátt fyrir að hann vissi hve annt Martin væri um grasið á lóð sinni.

Eftir að hafa varað piltinn við þegar hann fór til vinar síns beið Martin eftir nágrannanum og skaut hann svo tvisvar með haglabyssu þegar hann sneri aftur.

Dómarinn sem kvað upp dóminn dæmdi Martin til lífstíðarfangelsis, 18 ár eru þar til Martin, sem er 67 ára, getur sótt um reynslulausn, en sagðist dómarinn munu hvetja til þess að slíkt verði aldrei íhugað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert