Bandaríkjaher flytur hergögn til Líbanon

Palestínsk kona flutt úr Nahr al Bared flóttamannabúðunum í Líbanon …
Palestínsk kona flutt úr Nahr al Bared flóttamannabúðunum í Líbanon í gær. Reuters

Bandaríkjaher er sagður hafa flogið tveimur flugvélaförmum af hergögnum til Líbanon að beiðni þarlendra stjórnvalda en stjórnarher landsins hefur undanfarna daga barist við liðsmenn herskárra samtaka Palestínumanna í Nahr al-Bared í norðurhluta landsins. Þá hefur Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ítrekað stuðning Bandaríkjastjórnar við aðgerðir líbanskra yfirvalda. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Fréttamenn á staðnum segja liðsmenn Fatah al-Islam hafa búðirnar á valdi sínu en að líbanski herinn hafi mikinn viðbúnað utan búðanna og haldi þeim í raun í herkví. Þúsundir íbúa hafa flúið búðirnar undanfarna daga og er vatns og matarskortur sagður sverfa að þeim sem eftir eru.

Fouad Siniora, forsætisráðherra Líbanons, hefur lýst því yfir að hann muni ekki hika við að „klára dæmið” heitið því að gefast ekki upp fyrir hryðjuverkasamtökum sem noti íslam og málstað Palestínumanna sem til að fela það að þau séu í raun ekkert annað en glæpagengi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert