Bandaríkjamenn mótfallnir tillögum G8 um loftlagsmál

Þjóðverjar vilja að öll aðildarríki G8 samþykki tímaáætlanir og markmið …
Þjóðverjar vilja að öll aðildarríki G8 samþykki tímaáætlanir og markmið hvað varðar losun gróðurhúsalofttegunda. Reuters

Svo virðist sem að Banda­rík­in hafi hafnað upp­kasti að til­lög­um Þjóðverja um að G8 rík­in samþykkti að að gripið verði til hertra aðgerða gegn los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Þetta kem­ur fram í skjöl­um hef­ur verið lekið í fjöl­miðla.

Lýst er grund­vall­ar ágrein­ingi um málið í breyt­ing­ar­á­kvæðum sem Banda­rík­in hafa sett sam­an vegna frétta­til­kynn­ing­ar sem verið er að und­ir­búa fyr­ir fund leiðtoga G8 ríkj­anna sem fram fer í Þýskalandi í júní.

Þjóðverj­ar vilja að öll aðild­ar­ríki G8 samþykki tíma­áætlan­ir og mark­mið hvað varðar los­un gróður­húsaloft­teg­unda, seg­ir á frétta­vef BBC.

Grænfriðung­ar, sem láku upp­lýs­ing­un­um í fjöl­miðla, segja að Tony Bla­ir, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hafi mistek­ist að sann­færa Banda­ríkja­menn um að breyta af­stöðu sinni í mál­inu.

Í skjal­inu gera banda­rísk­ir emb­ætt­is­menn mikl­ar breyt­ing­ar á til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert