Bandaríkjamenn mótfallnir tillögum G8 um loftlagsmál

Þjóðverjar vilja að öll aðildarríki G8 samþykki tímaáætlanir og markmið …
Þjóðverjar vilja að öll aðildarríki G8 samþykki tímaáætlanir og markmið hvað varðar losun gróðurhúsalofttegunda. Reuters

Svo virðist sem að Bandaríkin hafi hafnað uppkasti að tillögum Þjóðverja um að G8 ríkin samþykkti að að gripið verði til hertra aðgerða gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kemur fram í skjölum hefur verið lekið í fjölmiðla.

Lýst er grundvallar ágreiningi um málið í breytingarákvæðum sem Bandaríkin hafa sett saman vegna fréttatilkynningar sem verið er að undirbúa fyrir fund leiðtoga G8 ríkjanna sem fram fer í Þýskalandi í júní.

Þjóðverjar vilja að öll aðildarríki G8 samþykki tímaáætlanir og markmið hvað varðar losun gróðurhúsalofttegunda, segir á fréttavef BBC.

Grænfriðungar, sem láku upplýsingunum í fjölmiðla, segja að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hafi mistekist að sannfæra Bandaríkjamenn um að breyta afstöðu sinni í málinu.

Í skjalinu gera bandarískir embættismenn miklar breytingar á tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka