Býflugur urðu þess valdandi að farþegaflugvél neyddist til snúa við eftir flugtak frá Bretlandi. Fjöldi býflugna soguðust inn í einn hreyfilinn á þegar vélin var á flugi og þurftu farþegar vélarinnar að bíða í 11 klukkustundir á flugvellinum á meðan unnið var að viðgerð sagði yfirmaður hjá Palmair flugfélaginu í dag.
Boeing 737 vél Palmair, sem taka átti í loft frá Bournemouth á suðurströnd Englands, átti að fljúga til Faro í Portúgal. Vélin neyddist hinsvegar til þess að snúa við þegar fjöldi býflugna sogaðist inn í einn hreyfil vélarinnar sem fyrr segir.
„Flugmaðurinn fann fyrir vélarhnykk þegar vélin var búin að fljúga í um klukkustund,“ sagði framkvæmdastjóri Palmair, David Skillicorn. „Hann sneri aftur til Bournemouth og þá sáum við við það sem virtist vera mikill fjöldi býflugna sem voru smurðar yfir hreyfilinn.“
Skillicorn segir að stórt býflugnaský hafi sést skammt frá strönd Bournemouth skömmu fyrir flugtak, en atburðurinn gerðist á fimmtudag. „Sumir sjónarvottar halda því fram að býflugurnar hafi verið um 20.000 talsins,“ sagði hann.
Ferðalag um 200 farþega frestaðist á meðan unnið var að viðgerð. Að lokum var sú ákvörðun tekin að skipta um vél sagði Skillicorn.