Háttsettur uppreisnarleiðtogi felldur á Vesturbakkanum

Palestínska lögreglan felldi háttsettan uppreisnarmann í bænum Tubas á norðurhluta Vesturbakkans. Fimm aðrir særðust þegar lögreglumennirnir og uppreisnarmennirnir skiptust á skotum.

Átökin hófust þegar lögreglan sat fyrir Raed Abdel Razik, sem er leiðtogi hinna herskáu Al Aqsa-samtakanna í bænum, þegar hann gekk út af heimili sínu. Abdel Razik, sem var 26 ára, var eftirlýstur af lögreglu vegna ýmissa skotárása í bænum. Lögreglan segir að hann hafi hafið að skjóta á lögreglumennina á meðan hann hélt á handsprengju. Lögreglan segist hafa svarað skothríðinni. Kúlurnar hæfðu Abdel Razik og handsprengjan sprakk í hönd hans.

Hann var fluttur á sjúkrahús en hann er sagður hafa látist af sárum sínum.

Fjölskylda Abdel Razkik gerði í framhaldinu skotárás á lögreglustöðina og þá upphófst harður skotbardagi. Bróðir Raziks, lögreglumaður og þrír vegfarendur særðust í bardaganum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert