41 Íraka bjargað úr höndum al-Qaeda

Bandaríski hershöfðinginn William Caldwell segir, að Bandaríkjaher hafi bjargað 41 Íraka, sem hryðjuverkasamtökin al-Qaeda höfðu í haldi norðaustur af Bagdad. Caldwell, sem er aðaltalsmaður Bandaríkjahers í Bagdad, sagði að þetta væri mesti fjöldi Íraka, sem fundist hefði til þessa í einu undir slíkum kringumstæðum.

Caldwell sagði, að margt væri enn óljóst en nokkrir Írakanna hefðu verið fluttir á sjúkrahús þar sem þeir hefðu verið með áverka eftir pyntingar og aðrar misþyrmingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert