Ein elsta myndavél heims seld á uppboði

Myndavélin fágæta.
Myndavélin fágæta. AP

Ein elsta myndavél heims hefur verið seld á uppboði, en hún var sleginn á tæpar 600.000 evrur (rúmar 50 milljónir kr.) Ekki er vitað hvert keypti vélina.

Um er að ræða daguerrotype myndavél sem franska fyrirtækið Susse Freres framleiddi um 1839. Hún fannst á háalofti í Þýskalandi og var loks seld á uppboði í Vín í Austurríki.

Fólk víða um heim bauð í vélina. Að sögn sérfræðings er vélin sú eina sem eftir er í heiminum sem framleidd var af Susse Freres.

Yfirmaður uppboðshússins í Vín segist vera þess fullviss að myndavélin sé frá upphafsárum ljósmyndunar í heiminum.

„Ég var að sjálfssögðu yfir mig hissa því sérhver ljósmyndavélasali dreymir um að eignast daguerreotype myndavél einn góðan veðurdag,“ sagði Peter Coeln.

Myndavélin er skírð í höfuðið á manninum sem fann hana upp, Frakkinn Louis Daguerre, segir á fréttavef BBC.

Sérhver daguerreotype framkallaði pósitívur - ekki negatívur líkt og kom síðar - á velfægðum silfurbakka. Ekki var hægt að fjölfalda myndirnar.

Myndavélarnar urðu fljótt vinsælar sökum þess hve ljósmyndaferlið var hratt miðað við fyrri vélar. Hún þótti henta sérstaklega vel til þess að mynda andlitsmyndir. Fyrsta ljósmyndin af Abraham Lincoln er talin hafa verið tekin með daguerreotype vél um 1840.

Í dag eru daguerreotypes afar fágætar og það vakti gríðarlega mikinn áhuga þegar í umrædd vél leit dagsins ljós eftir að hafa verið geymd á háalofti í Munchen í um 60 ár.

Fyrsta ljósmyndin af Abraham Lincoln er talin hafa verið tekin …
Fyrsta ljósmyndin af Abraham Lincoln er talin hafa verið tekin með daguerreotype vél um 1840. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert