Alan Johnston, fréttaritari BBC sem var rænt í mars sl., er á lífi og við góða heilsu að sögn embættismanns hjá palestínsku heimastjórninni. Hann segir einnig mögulegt að honum verði brátt sleppt.
Ghazi Hamad, liðsmaður Hams, segist vita hvaða hópur hafi Johnston í haldi og að hann taki sjálfur þátt í viðræðum um að fá fréttamanninn lausan.
Hamad, sem hefur verið vinur Johnstons í tvö ár, segir að hann viti að fréttamaðurinn sé á lífi og við góða heilsu. „Enginn hefur reynt að meiða eða særa hann.“
Hann segist hafa greinagóðar upplýsingar um ástand fréttamannsins, en hann segist ekki hafa leyfi til þess að gefa frekari upplýsingar um málið.