Þingmenn handteknir á baráttufundi samkynhneigðra

Rússneskir lögreglumenn handtóku Bretann Peter Tatchell, sem er þekktur baráttumaður …
Rússneskir lögreglumenn handtóku Bretann Peter Tatchell, sem er þekktur baráttumaður fyrir auknum réttindum samkynhneigðra. AP

Tveir þingmenn frá Vestur-Evrópu og einn rússneskur baráttumaður fyrir málefnum samkynhneigðra voru handteknir í Moskvu í dag eftir að átök brutust út á mótmælafundi í borginni. Aðgerðarsinnar sem berjast fyrir auknum réttindum samkynhneigðra stóðu fyrir fundinum sem hafði verið bannaður.

Andstæðingar samkynhneigðra réðust á mótmælendurna og köstuðu eggjum í þá. Þá hrópuðu þeir „Moskva er ekki Sódóma“, segir á vef BBC.

Mótmælendurnir voru að reyna koma beiðni á framfæri til borgarstjórans, en þeir krefjast þess að þeir megi standa að mótmælagöngum í borginni.

Þingmenn frá Þýskalandi og Ítalíu eru sagðir vera á meðal þeirra sem voru handteknir.

Bretinn Peter Tatchell, sem er þekktur fyrir báráttu sína fyrir auknum réttindum samkynhneigðra, var handtekinn sem og leiðtogi samtakanna GayRussia, Nikolai Alexejev.

Tatchell var sleginn í andlitið skömmu áður en hann var fluttur á brott í járnum.

Sparkað var í ítalska þingmanninn Marco Capatto og hann var síðan handtekinn þegar hann óskaði eftir lögregluvernd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert