Deilt um sýningu heimildarmyndar um slysið sem olli dauða Díönu prinsessu

Díana prinsessa af Wales.
Díana prinsessa af Wales. AP

Channel 4 sjónvarpsstöðin í Bretlandi hefur neitað því að í nýrri heimildarmynd þar sem fjallað er um bílslysið sem olli dauða Díönu prinsessu verði sýndar grófar myndir af slysvettvangi.

Hugo Swire, menningarmálaráðherra breska skuggaráðuneytisins, hefur hvatt yfirmenn sjónvarpsstöðvarinnar um að hætta við sýningu heimildamyndarinnar, sem ber heitið Diana: The Witnesses In The Tunnel. Myndin á að vera frumsýnd þann 6. júní nk.

Í myndinni eru sýndar ljósmyndir sem franskir ljósmyndarar tóku á slysstað í París árið 1997.

Channel 4 segir að á engum myndanna verði hvorki hægt að greina andlit Díönu né annarra sem létust eða slösuðust.

Breska dagblaðið The Observer greindi frá því að í myndinni séu sýndar ljósmyndir af því þegar franskur læknir hugar að sárum prinsessunnar þar sem hún liggur í bifreiðinni.

Í heimildamyndinni eru viðtöl við ljósmyndarana sem voru á vettvangi auk annarra sjónvarvotta, að því er segir í dagblaðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka