Lögreglan í Simbabve sökuð um að berja stjórnarandstæðinga

Robert Mugabe, forseti Simbabve, lætur finna fyrir sér ef honum …
Robert Mugabe, forseti Simbabve, lætur finna fyrir sér ef honum þykir að sér vegið. AP

Lögreglan í Simbabve hefur sleppt 84 stjórnarandstæðingum, sem voru nýlega teknir höndum, án ákæru en stjórnarandstaðan sakar hinsvegar lögregluna um að hafa beitt fólkið ofbeldi á meðan það var í varðhaldi.

Talsmaður stjórnarandstöðuflokksins MDC, Nelson Chamisa, segir að sumir aðgerðarsinnana hafi verið fluttir á sjúkrahús svo læknar gætu skoðað áverkana.

Talsmaður lögreglunnar sagði í að handtökurnar á laugardag hafi tengst sprengjuárásum sem áttu sér stað nýlega við Harare, höfuðborg landsins.

MDC neitar að tengjast árásunum á nokkurn hátt og fordæmdi handtökurnar. Um 200 manns voru upphaflega handteknir.

115 þeirra var sleppt í gær og afganginum var síðar sleppt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert