Rússar kalla eftir neyðarfundi vegna vígbúnaðarsamnings

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AP

Rússar óskuðu eftir því í dag að kallað verði til neyðarfundar til að ræða samninginn um takmörkun vígbúnaðar, CFE. Rússar segja mögulegt að þeir hætti þátttöku sinni í þessu mikilvæga samningi þar sem NATO-ríki hafi hann að engu.

„Í dag, 28. maí, höfðu Rússar samband við Hollendinga, vörslumenn samningsins um takmörkum vígbúnaðar, og óskuðu eftir því að kallaður yrði saman neyðarfundur þann 12. til 15. júní í Vín,“ sagði utanríkisráðuneyti Rússlands í yfirlýsingu sem það sendi frá sér.

Valdimír Pútín Rússlandsforseti sagði í síðasta mánuði að Rússar myndu segja sig frá vígbúnaðarsamningum þar sem NATO-ríki virtu hann að vettugi.

Pútín sagði að viðbrögð Rússa tengdust að hluta þeim áætlunum Bandaríkjanna að koma upp eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu, en það er verkefni sem mætir harðri andstöðu Rússa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert