Rússar kalla eftir neyðarfundi vegna vígbúnaðarsamnings

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AP

Rúss­ar óskuðu eft­ir því í dag að kallað verði til neyðar­fund­ar til að ræða samn­ing­inn um tak­mörk­un víg­búnaðar, CFE. Rúss­ar segja mögu­legt að þeir hætti þátt­töku sinni í þessu mik­il­væga samn­ingi þar sem NATO-ríki hafi hann að engu.

„Í dag, 28. maí, höfðu Rúss­ar sam­band við Hol­lend­inga, vörslu­menn samn­ings­ins um tak­mörk­um víg­búnaðar, og óskuðu eft­ir því að kallaður yrði sam­an neyðar­fund­ur þann 12. til 15. júní í Vín,“ sagði ut­an­rík­is­ráðuneyti Rúss­lands í yf­ir­lýs­ingu sem það sendi frá sér.

Valdimír Pútín Rúss­lands­for­seti sagði í síðasta mánuði að Rúss­ar myndu segja sig frá víg­búnaðarsamn­ing­um þar sem NATO-ríki virtu hann að vett­ugi.

Pútín sagði að viðbrögð Rússa tengd­ust að hluta þeim áætl­un­um Banda­ríkj­anna að koma upp eld­flauga­varn­ar­kerfi í Aust­ur-Evr­ópu, en það er verk­efni sem mæt­ir harðri and­stöðu Rússa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert