„Bandaríkin hafa annars konar markmið í umhverfismálum"

James Connaughton, aðalráðgjafi George W. Bush Bandaríkjaforseta í umhverfismálum segir bandaríkjastjórn alfarið hafna kröfu Evrópusambandsins um að sett verði almennt markmið varðandi losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Hann segir bandarísk stjórnvöld þó ekki vera á móti markmiðssetningu en að þau vilji heldur stefna að sértækari markmiðum í umhverfismálum eins og að draga úr olíunotkun og kolamengun. „Bandaríkin hafa sett sér annars konar markmið,” segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert