Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hvöttu í dag farþega tveggja flugvéla á vegum Air France og Czech Air til að leita læknis og láta athuga hvort þeir hafi smitast af berklum. Óttast er farþegi smitaður af sjaldgæfu lyfjaþolnu berklaafbrigði hafi smitað farþega.
Talsmenn heilbrigðisyfirvalda vara við því að um sé að ræða svokallað XDR afbrigði berkla, sem erfitt er að vinna bug á með lyfjum og getur valdið alvarlegum veikindum eða dauða.
Maðurinn sem um ræðir er í einangrun, en hann flaug með flugi A385 frá Atlanta til Parísar þann 12. maí og með Czech Air frá Prag í Tékklandi til Monreal í Kanada þann 24. maí.
Litlar líkur eru taldar á því að berklarnir berist milli manna þar sem loftræstikerfi í flugvélum á að sía örverur frá.