Coca-Cola fær sekt fyrir að þvinga búðareigendur til að selja ekki aðrar gostegundir

Coca-Cola og Pepsi hafa löngum átt í stríði. Nú hefur …
Coca-Cola og Pepsi hafa löngum átt í stríði. Nú hefur Coca-Cola í Mexíkó verið kært fyrir að þvinga búðareigendur til að selja ekki aðra gosdrykki en kók. Reuters

Coca-Cola fyrirtækið í Mexíkó hefur verið ákært af samkeppnisyfirvöldum þar í landi fyrir að hafa hótað búðareigendum ef þeir seldu aðrar gostegundir. Rannsókn málsins hófst árið 2000 og ber fyrirtækinu að greiða tæpar 62 milljónir íslenskra króna í sekt.

Samkeppnisyfirvöld í Mexíkó hófu að rannsaka málsins þegar Pepsico Inc., helsti samkeppnisaðili Coca-Cola, kvartaði yfir því að vörur þess væru úthýst í verslunum.

Fleiri kærur og kvartanir liggja á borðinu hjá samkeppnisyfirvöldum í Mexíkó yfir framferði Coca-Cola.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert