Robert Zoellick verður forstjóri Alþjóðabankans

Robert Zoellick
Robert Zoellick AP

Bandaríkjamenn munu útnefna Robert Zoellick, fyrrum aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna sem forstjóra Alþjóðabankans. Þetta hefur fréttastofan AFP eftir hátt settum starfsmanni Hvíta hússins. Er haft eftir embættismanninum að reynsla Zoellicks í alþjóðamálum geri hann vel undirbúinn til að takast á við starfið.

Zoellick hóf störf fyrir ríkisstjórn Bush árið 2001 og var aðstoðarutanríkisráðherra á árunum 2005-2006. Hann sagði af sér í maí á síðasta ári og tók við starfi hjá Goldman Sachs, þar sem hann starfaði sem ráðgjafi á árum áður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert