Tyrkir vilja aðgerðir gegn herskáum Kúrdum

Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands hvatti í dag til þess að írösk og bandarísk stjórnvöld eyðileggi búðir herskárra Kúrda í norðurhluta Íraks. Sagði Erdogan í viðtali við tyrknesku sjónvarpsstöðina NTV að hann útilokaði ekki að Tyrkir gripu sjálfir til aðgerða gegn uppreisnarmönnum ef ekkert yrði að gert.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert