Aðstandendur Hinsegin daga buðu borgarstjóra Moskvu í heimsókn

Frá Hinsegin dögum í Reykjavík.
Frá Hinsegin dögum í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Hópur sænskra stjórnmálamanna hafa boðið Jurí Lúsjkov, borgarstjóra Moskvu til að vera viðstaddur Hinsegin daga eða Gay Pride í Stokkhólmi þann 4. ágúst næst komandi í kjölfar ofbeldis og átaka Hinsegin dögum í Moskvu.

„Við buðum honum á okkar hátíð til að hann sjái hvernig við vinnum með HBT (Homo- bi- og transsexual) málefni hér. Það er mikilvægt að takast á við hræðslu manna við samkynhneigð,” sagði Yvonne Ruwaida í samtali við AFP fréttastofuna.

Lúsjkov bannaði fyrstu tilraunina til að halda Hinseginn Daga í Moskvu 2006 og endurtók bannið nú í ár og sagði það vera verk satans.

Skipuleggjendurnir í Moskvu létu bannið ekki á sig fá í ár og lenti hommum og lesbíum saman við lögregluna þar í borg ásamt öfgahópum hægri manna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert