Bush heitir 30 milljörðum Bandaríkjadala í baráttuna gegn alnæmi

AP

George W. Bush, Bandaríkjaforseti hefur beðið bandaríska þingið um að leggja til 30 milljarða Bandaríkjadala, eða sem svarar 1.860 milljörðum íslenskra króna til baráttunnar gegn alnæmi næstu fimm árin. Framlagið mun tvöfalda þá upphæð sem Bandaríkjamenn verja til málefnisins og dugir til að tryggja 2,5 milljónum manna lyfjameðferð við sjúkdómnum.

Þá sagði Bush að hluti fjárins verði nýttur ti að koma í veg fyrir að 12 milljónir manna smitist af sjúkdómnum. Þá er fyrirhugað að Laura kona hans heimsæki Afríku í næsta mánuði til að leggja málefninu lið.

Um 40 milljónir manna eru smitaðir af alnæmi, um tveir þriðju þeirra smituðu búa í suðurhluta Sahara, og eiga þrír fjórðu dauðsfalla vegna sjúkdómsins sér stað þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert